Skip to content

Leiðbeiningar um notkun hugbúnaðar og tækjabúnaðar

Inkscape

Að opna og nota Inkscape forritið

Inkscape forritið

Með Inkscape forritinu er hægt að hanna ótrúlega margt, til dæmis límmiða sem hægt er að skera út úr vínyl í vínylskera. Það er líka hannað eitthvað til að skera og rastera í laser. Neðar á síðunni, á hlekknum fyrir Kennslubækur, kennslumyndbönd og leiðbeiningar er kennsluefni fyrir Inkscape hjá efni fyrir vínylskera og laserskera.

Að opna Inkscape

Ef þú sérð ekki táknið getur þú skrifað Inkscape í leitargluggann neðst á skjánum.

Leitargluggi

Tvísmellið á táknið

Tvísmelltu svo á táknið þegar þú sérð það. Stundum er forritið lengi að opnast svo það er gott að bíða smástund til að sjá hvort það opnist. Annars tvísmellir þú aftur.

Að skipta um tungumál í Inkscape

Íslenska eða annað tungumál

Það er hægt að skipta um tungumál í Inkscape en það þarf að loka forritinu þegar búið er að skipta um tungumál og opna forritið svo aftur. Smelltu á Breyta og svo Kjörstillingar. Hér fyrir neðan sérðu hvernig þetta lítur út þegar forritið er stillt á íslensku og þegar það er stillt á ensku.

Breyta - Kjörstillingar Edit - Preferences

Íslenska eða annað tungumál - framhald

Því næst smellir þú á Viðmót (á ensku er það Interface) og þá sérðu hvar þú getur valið tungumál. Mundu svo að loka forritinu og opna það aftur.

Viðmót - íslenska Interface - enska

Að búa til límmiða, fatalímmiða, endurskinsmerki og gluggafilmur

Kennslubækur og myndbönd

Leiðbeiningar

Á vefsíðunni Fabmennt.com er að finna kennslumyndbönd og leiðbeiningar. Þar er einnig að finna kennslubækur með leiðbeiningum um notkun vínylskera, laserskera (geislaskera) og um þrívíddarhönnun. *Bækurnar gerði Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir hjá Fab Lab Reykjavík.

Leiðbeiningar um gerð límmiða, fatalímmiða og gluggafilmu

Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa til límmiða, fatalímmiða, endurskinsmerki og gluggafilmu í vínylskera. Höfundar: Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir og Þóra Óskarsdóttir.

Myndbönd um gerð límmiða, fatalímmiða og gluggafilmu

Smelltu hér til að skoða kennslumyndbönd um hvernig hægt er að búa til límmiða, fatalímmiða, endurskinsmerki og gluggafilmu í vínylskera. Höfundar: Andri Sæmundsson og Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir.

Nokkur verkefni

Að búa til mynstur (límmiðar/fatalímmiðar og fleira)

Að finna mynd á netinu

  • Bættu orðinu Silhouette eða Black and white fyrir aftan leitarorðið þitt til að fá skýra, svart/hvíta mynd.
  • Smelltu á Mynd (Image).
  • Smelltu svo á Verkfæri (Tools)
  • Veldu Creative Commons leyfið.

  • Vistaðu myndina.

Að flytja myndina inn í Inkscape

  • Opnaðu Inkscape forritið
  • Veldu Skrá (File) og Flytja inn (Import).
  • Veldu myndina og smelltu á Opna (Open).
  • Smelltu á Í lagi (OK).

Að búa til vektormynd

  • Veldu Ferill (Path) og Línuteikna bitamynd (Trace bitmap).
  • Þegar smellt er á Uppfæra (Update) er sýnt hvernig myndin muni líta út. Reyndar gefur það ekki alltaf nákvæma mynd en oftast virkar það sem Preview.
  • Smellið svo á Í lagi (Apply). Í sumum tölvum stendur Virkja en ekki Í lagi.
  • Vinstri-smelltu með músinni ofan á myndina, haltu takkanum inni og dragðu myndina til hliðar.
  • Smellið til skiptis á báðar myndirnar. Þegar það stendur ,,Mynd“ (Image) neðst á skjánum má eyða þeirri mynd.

Að búa til mynstur í Inkscape

  • Veldu myndina.
  • Smelltu á Breyta (Edit), svo Klóna (Clone) og að lokum á Búa til tíglaða klóna (Create tiled clones).

  • Á myndinn hér fyrir neðan sést hvernig búið er að nota litlu örina hægra megin til að velja CM: speglun + spegilhliðrun. Það sést einnig neðarlega að búið er að skrifa 4 raðir og 4 dálka. Útkoman sést á myndinni.

  • Taktu eftir því að það eru örvar í kringum upphaflegu vektormyndina. Hún liggur í raun ofan á mynstrinu sem þú varst að búa til. Dragðu hana til hliðar. Þú getur notað þessa vektormynd til að prófa þig áfram með önnur mynstur. Prófaðu að nota örina og velja aðrar útfærslur

  • Veldu mynstrið sem þú vilt eiga. Hægrismelltu á skjáinn og veldu Eiginleikar skjals (Document properties).
  • Smelltu á Aðlaga stærð að innihaldi (Resize to content).
  • Smelltu þrisvar á báða plúsana.
  • Færðu mynstrið inn á miðja blaðsíðuna.
  • Vistaðu skjalið sem .svg og sem .pdf.

Að búa til límmiða í mörgum litum

Að finna mynd á netinu sem hægt er að hafa í nokkrum litum

  • Bættu orðinu Silhouette eða Black and white fyrir aftan leitarorðið þitt til að fá skýra, svart/hvíta mynd. Leitaðu eftir mynd sem hægt er að gera í a.m.k. þremur litum.
  • Smelltu á Mynd (Image).
  • Smelltu svo á Verkfæri (Tools)
  • Veldu Creative Commons leyfið.

  • Vistaðu myndina.

  • Ath! Þú getur líka leitað að mynd í lit en hún verður þá að vera mjög skýr með miklum andstæðum (contrast) á milli litaðra svæða. Þessi mynd hér fyrir neðan var tekin af slóðinni hér

Við viljum virða höfundarrétt og á þessari síðu er óskað eftir því að vísað sé í höfundinn og leyfið sem veitt er á þennan hátt:

Image by Vectorportal.com, CC BY

Að flytja myndina inn í Inkscape

  • Opnaðu Inkscape forritið
  • Veldu Skrá (File) og Flytja inn (Import).
  • Veldu myndina og smelltu á Opna (Open).
  • Smelltu á Í lagi (OK).

Að búa til vektormynd

  • Veldu Ferill (Path) og Línuteikna bitamynd (Trace bitmap).
  • Þegar smellt er á Uppfæra (Update) er sýnt hvernig myndin muni líta út. Reyndar gefur það ekki alltaf nákvæma mynd en oftast virkar það sem Preview.
  • Smellið svo á Í lagi (Apply). Í sumum tölvum stendur Virkja en ekki Í lagi.
  • Vinstri-smelltu með músinni ofan á myndina, haltu takkanum inni og dragðu myndina til hliðar.
  • Smellið til skiptis á báðar myndirnar. Þegar það stendur ,,Mynd“ (Image) neðst á skjánum má eyða þeirri mynd.

Að sundra öllu

  • Veldu myndina.
  • Smelltu á Ferill (Path) og veldu Sundra (Break apart). Þá verður myndin oft alveg svört en þá er til dæmis hægt að slökkva á fyllingunni og kveikja á línunni, sjá hér á eftir.
  • Smelltu á Hlutur (Object) og veldu Fylling og útlína (Fill and stroke).
  • Smelltu á Litur útlínu (Stroke paint) og veldu Flatur litur (Flat color – sem er skammstafað RGB) og stilltu rauðan í fullt (255).
  • Smelltu á Stíll útlínu (Stroke style) og stilltu línurnar á 0.100mm. Þá sjást allar línur vel á meðan unnið er með myndina. Passaðu svo að muna eftir því að stilla línurnar seinna þannig að þær verði skurðarlínur. Það verður útskýrt betur seinna í verklýsingunni.

Að búa til ferhyrning til viðmiðunar fyrir samsetningu

  • Smelltu á kassatáknið og teiknaðu lítinn ferhyrning við hliðina á myndinni. (Sjá myndina hér fyrir ofan og svo nærmyndina af ferhyrningunum hér fyrir neðan).
  • Teiknaðu svo annan minni ferhyrning innan í. Stærri ferhyrningurinn verður að útlínum fyrir minni ferhyrninginn. Það koma betri útskýringar um notkun kassanna á eftir.

Að búa til sér skjal fyrir hvern lit

  • Þessi límmiði á að vera í þremur litum og þess vegna þarf að búa til þrjú Inkscape skjöl.
  • Hér fyrir neðan sést hvaða línur skera hvern lit. Undir línunum eru myndir af límmiðunum sem verða skornir út. Vinstra megin eru línurnar sem eiga að skera gulan, í miðjunni er línan sem á að skera svartan og til hægri eru línurnar sem eiga að skera hvítan. Gula hlutann þarf að skera tvisvar vegna þess að litlu bútarnir eiga að vera efst. Mikilvægt!: Þessi mynd er einungis sett svona upp til að útskýra. Það má alls ekki færa línurnar í sundur, heldur þarf að vista eitt skjal fyrir hvern lit. Svo má eyða línum en alls ekki færa línurnar!

  • Vistaðu eitt skjal fyrir hvern lit:
  • Farðu fyrst í Skrá (File) og veldu Vista sem (Save as) til að vista fyrsta skjalið í Inkscape. Gefðu skjalinu nafn, til dæmis Hauskúpa_svört.
  • Smelltu svo á Skrá (File) og veldu Vista sem (Save as) til að vista annað skjalið í Inkscape. Gefðu skjalinu nafn, til dæmis Hauskúpa_hvít.
  • Farðu svo aftur í Skrá (File) og veldu Vista sem (Save as) til að vista þriðja skjalið í Inkscape. Gefðu skjalinu nafn, til dæmis Hauskúpa_gul.

Skjal fyrir stærsta límmiðann/grunninn

  • Skoðaðu myndina vel og veldu hvaða svæði hentar sem stærsti límmiðinn sem hinir límmiðarnir (hinir litirnir) verða límdir ofaná. Hér var ákveðið að það væri hentugt að velja ystu línuna og nota gulan sem grunn.
  • Skjalið sem heitir Hauskúpa_Gul var opnað.
  • Þar var öllum línum úr hauskúpunni eytt nema ystu línunni. Hinir litirnir voru svo límdir ofan á þetta form þegar búið var að skera út límmiðana.
  • ATH! Þegar farið var að plokka burtu það sem á ekki að vera hjá þessum límmiða var passað að plokka litla ferhyrninginn innan úr stóra ferhyrningnum. Semsagt: Í skjalinu fyrir stærsta límmiðann á að plokka litla ferhyrninginn innan úr stóra ferhyrningnum. Hér er það þá ljósblái ferhyrningurinn sem á að plokka burt af límmiðanum.

  • Svo var smellt á Skrá (File) og Skráareiginleikar (Document Properties). Svo var smellt á Aðlaga stærð að innihaldi (Resize to content) til að nýta efnið vel.
  • Svo voru skurðarlínur eins og lýst er hér neðar.

Að stilla skurðarlínur

Smelltu svo á Hlutur (Object) og veldu Fylling og útlína (Fill and stroke). Veldu fyrst flipann sem er merktur Fylling (Fill). Þar á að slökkva á fyllingunni með því að velja X.

Veldu næst flipann sem er merktur Litur útlínu (Stroke paint) og kveiktu með því að velja reitinn við hliðina á x-inu. Stilltu svo rauða litinn á 255.

Veldu flipann sem er merktur Stíll útlínu (Stroke style) og stilltu breidd línunnar (width) á 0.02 mm.

Að stilla síðuna og vista skjalið

  • Hægrismelltu á skjáinn og veldu Eiginleikar skjals (Document properties).
  • Veldu myndina.
  • Smelltu á Aðlaga stærð að innihaldi (Resize to content).
  • Smelltu þrisvar á báða plúsana.
  • Færðu myndina inn á miðja blaðsíðuna.
  • Vistaðu skjalið sem .svg og sem .pdf.

Skjölin fyrir hina litina

  • Opnaðu hin skjölin með skurðarlínunum fyrir hina litina.
  • Eyddu öllum línum sem eiga ekki að vera.
  • Aðlagaðu stærð skjalsins að innihaldi, eins og gert var í fyrsta skjalinu.
  • Stilltu skurðarlínur, eins og gert var í fyrsta skjalinu.
  • Vistaðu skjalið sem .svg og sem .pdf, eins og í fyrsta skjalinu.
  • Þegar búið er að skera út límmiðana í þessum litum er stærri ferhyrningurinn plokkaður í burtu (dökkblái ferhyrningurinn sem sést hér fyrir neðan):

Límmiðabútum raðað saman

  • Þegar búið er að skera út límmiðana í öllum litum er flutningsfilma notuð til að flytja límmiðabútana ofan á stóra límmiðann.
  • Látið litla ferhyrninginn passa innan í stóra ferhyrninginn. Þannig lendir allt á réttum stað.

Laserskurðarvél (geislaskeri) - rasterað eða skorið úr plexígleri, timbri og fleiru

Leiðbeiningar um gerð glasamottu, Halloween skreytinga, lyklakippu, jólaskrauts og fleira

Smellið hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig hægt er að búa til glasamottu, Halloween skreytinga, lyklakippu, jólaskrauts og fleira. Höfundar: Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir og Þóra Óskarsdóttir.

Myndbönd um gerð glasamottu, lyklakippu, jólaskrauts og fleira

Smellið hér til að skoða kennslumyndbönd um hvernig hægt er að búa til glasamottu, lyklakippu, jólaskraut, kassa og fleira. Höfundur: Andri Sæmundsson.

Jólakúlur

Jólakúla 1 - Heill flötur þar sem texti og mynstur eru skorin út og/eða rasteruð

Sniðmát notað sem grunnur að jólakúlu 1

Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan færð þú Inkscape skjal sem þú getur notað sem grunn að jólakúlu. Eftir að þú smellir finnur þú skjalið í niðurhalsmöppunni þinni (downloads). Athugaðu að þessi kúla er 100mm í þvermál en þú getur stillt stærðina að þínum óskum. Opnaðu skrána. Þá sérðu jólakúlu með svörtum útlínum.

Jólakúla 1 - sniðmát

Að setja texta á jólakúluna

Smelltu á táknið með bókstafnum A. Þú finnur það á stikunni vinstra megin á skjánum. Smelltu svo á skjáinn og byrjaðu að skrifa. Efst á skjánum getur þú valið leturgerð og stærð letursins.

Að vinna með letur og stærð

Þú getur einnig smellt á Texti og letur (Text and font). Þannig getur þú valið á mismunandi leturgerðir og séð hvernig það mun líta út. Smelltu svo á virkja (Apply) til að velja letrið sem þú ætlar að nota.

Að finna myndir á netinu til að nota sem skraut

Skrifaðu leitarorð og bættu orðinu Silhouette eða Black and white á eftir. Mikilvægt er að virða höfundarrétt annarra. Meðal annars er hægt að finna myndir sem höfundar gefa leyfi til að nota með því að leita að myndum með Creative commons leyfi: Smelltu á Myndir (Images). Veldu Verkfæri (Tools) og Notkunarréttur (Usage rights). Veldu svo Creative Commons leyfið.

Hægrismelltu á myndina sem þú vilt nota og veldu Vista mynd sem (Save image as). Skráargerðirnar .jpg,.jpeg og .png henta vel í svona verkefni.

Að flytja mynd inn í Inkscape

Smelltu á Skrá (File) og Flytja inn (Import). Smelltu svo á Í lagi (OK). Þá birtist myndin á skjánum.

Að búa til vektorteikningu eftir myndinni

Nauðsynlegt er að láta Inkscape búa til vektorteikningu eftir myndinni, svo hægt sé að vinna með teikninguna á ýmsan hátt. Smelltu á Ferill (Path) og Línuteikna bitamynd (Trace bitmap). Veldu myndina með því að smella á myndina (þá sjást örvar í kringum hana). Smelltu svo á Virkja (Apply). Myndin hér fyrir neðan sýnir stillingarnar sem voru notaðar hér en það er hægt að auka og minnka litmörk ef myndin kemur ekki nógu vel út. Vektorteikningin sem forritið bjó til liggur nú ofan á upphaflegu myndinni. Dragðu hana til hliðar.

Að eyða réttu myndinni

Smelltu á myndina og vektorteikninguna til skiptis. Þegar þú sérð að það stendur Mynd (Image) neðst á skjánum skaltu eyða þeirri mynd. Smelltu svo á vektorteikninguna og veldu einhvern lit úr litastikunni sem er neðst á skjánum. Það auðveldar þér að raða saman vektorteikningunni og jólakúlunni.

Að vinna með myndirnar í Inkscape

Ef þú vilt fá fleiri myndir hægrismellir þú á myndina og velur Afrita (Copy). Svo hægrismellir þú á skjáinn og velur Líma (Paste).

Að vinna með myndirnar í Inkscape

Ef þú vilt stækka og minnka formin getur þú gripið í örina á horninu og togað hana til og frá. Þannig stækka og minnka formin.

Að stilla skurðarlínur

Næst velur þú þau svæði sem þú vilt láta skera út. Fyrst þarftu að smella á Hlutur (Object) og svo Fylling og útlína (Fill and stroke). Þú smellir á þann flipa sem þú ætlar að vinna með. Byrjaðu á að smella á flipann merktan Fylling (fill) og slökktu á fyllingunni.

Næst velur þú flipann sem merktur er Litur útlínu (Stroke style) og kveikir á lit útlínunnar. Athugaðu að það á að nota RGB og undir því á rauði liturinn að fara upp í það mesta, sem er 255. Passaðu einnig að neðsta stikan (Alpha channel sem er merkt með A) sé stillt á 100. Þessi stika er notuð til að stilla hvort litur sé gegnsær eða ekki.

Að lokum smellir þú á flipann sem merktur er Stíll útlínu (Stroke style) og stillir línuþykktina á 0,02mm. Það getur verið misjafnt eftir tölvum hvort það á að skrifa töluna með punkti eða kommu. Ef þú skrifar 0,02 en talan breytist í 0.000 skaltu skipta á milli punkts og kommu.

Að stilla fyrir brennimerkingu (rasteringu)

Næst velur þú þau svæði sem á að brennimerkja. Undir flipanum sem merktur er Fylling (Fill) á að kveikja á fyllingunni.

Undir flipanum sem merktur er Litur útlínu (Stroke style) á að slökkva á línunni með því að smella á x-ið.

Að vista skjal

Smelltu á Skrá (File) og Vista sem (Save as). Veldu *pdf undir Save as type. Það er einnig gott að vista skrána sem .svg (Inkscape skrá) því þá er auðvelt að opna þá skrá og gera breytingar ef eitthvað þarf að laga. Að lokum notar þú PDF skjalið til að laserskera og rastera í lasernum.

Jólakúla 2 - Með borða í miðju

Sniðmát notað sem grunnur að jólakúlu 2

Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan færð þú Inkscape skjal sem þú getur notað sem grunn að jólakúlu. Þegar þú smellir á hlekkinn birtist mynd af kúlunni. Hægrismelltu á hana og veldu að vista sem .svg. Opnaðu svo skrána.

Jólakúla 2 - sniðmát

Að stilla stærðina

Þegar þú smellir á jólakúluna sérðu efst á stikunni að hún er 100mm breið og rúmlega 121mm á hæð en þú getur stillt stærðina að þínum óskum. Með því að smella á litla lásinn sem er á milli talnanna haldast hlutföllin rétt ef þú breytir tölunum.

Að finna myndir á netinu til að nota sem skraut

Skrifaðu leitarorð og bættu orðinu Silhouette eða Black and white á eftir. Mikilvægt er að virða höfundarrétt annarra. Meðal annars er hægt að finna myndir sem höfundar gefa leyfi til að nota með því að leita að myndum með Creative commons leyfi: Smelltu á Myndir (Images). Veldu Verkfæri (Tools) og Notkunarréttur (Usage rights). Veldu svo Creative Commons leyfið

Hægrismelltu á myndina sem þú vilt nota og veldu Vista mynd sem (Save image as). Skráargerðirnar .jpg,.jpeg og .png henta vel í svona verkefni.

Að flytja mynd inn í Inkscape

Smelltu á Skrá (File) og Flytja inn (Import). Smelltu svo á Í lagi (OK). Þá birtist myndin á skjánum.

Að búa til vektorteikningu eftir myndinni

Nauðsynlegt er að láta Inkscape búa til vektorteikningu eftir myndinni, svo hægt sé að vinna með teikninguna á ýmsan hátt. Smelltu á Ferill (Path) og Línuteikna bitamynd (Trace bitmap). Veldu myndina með því að smella á myndina (þá sjást örvar í kringum hana). Smelltu svo á Virkja (Apply). Myndin hér fyrir neðan sýnir stillingarnar sem voru notaðar hér en það er hægt að auka eða minnka litmörk ef myndin kemur ekki nógu vel út. Vektorteikningin sem forritið bjó til liggur nú ofan á upphaflegu myndinni. Dragðu hana til hliðar.

Að eyða réttu myndinni

Smelltu á myndina og vektorteikninguna til skiptis. Þegar þú sérð að það stendur Mynd (Image) neðst á skjánum skaltu eyða þeirri mynd. Smelltu svo á vektorteikninguna og veldu einhvern lit úr litastikunni sem er neðst á skjánum. Það auðveldar þér að raða saman vektorteikningunni og jólakúlunni.

Að vinna með myndirnar í Inkscape

Ef þú vilt stækka og minnka formin getur þú gripið í örina á horninu og togað hana til og frá. Þannig stækka og minnka formin.

Að bræða form saman

Til að snjókornið og jólakúlan verði ein heild og skeri ekki hvort annað í sundur þarf að bræða þau saman. Veldu bæði formin og smelltu á Ferill (Path) og Bræða saman (Union).

Að eyða ákveðnum atriðum

Ef þú vilt eyða hlutum úr myndinni er hægt að gera það á ýmsa vegu. Á þessari mynd eru t.d. litlar örvar í hægra horninu niðri sem voru óþarfi. Til að eyða út litlu örvunum var smellt á hnútaverkfærið (Node tool) og smellt á svæðið. Þá sáust allir hnútarnir sem mynda formið. Með því að draga með músinni yfir svæðið og velja þannig tiltekna hnúta er hægt að eyða þeim með því að ýta á Delete.

Að bæta við texta

Veldu táknið með bókstafnum A sem er á stikunni vinstra megin. Smelltu svo á skjáinn og byrjaðu að skrifa. Veldu einhvern lit úr litastikunni neðst, svo auðvelt sé fyrir þig að sjá textann þegar þú stillir honum upp á jólakúlunni. Ef textinn sést alls ekki er líklegt að þú þurfir að velja Hlutur (Object) og fylling og útlína (Fill and stroke). Þar undir smellir þú á flipann sem merktur er Fylling (Fill) og kveikir á fyllingunni (annar reitur frá vinstri). Efst sérðu hvaða leturgerð þú ert að nota og hver stærð textans er í pt.

Að skipta um leturgerð

Þú getur einnig smellt á Texti og letur (Text and font). Þannig getur þú valið á mismunandi leturgerðir og séð hvernig það mun líta út. Smelltu svo á virkja (Apply) til að velja letrið sem þú ætlar að nota.

Að stilla skurðarlínur

Næst velur þú þau svæði sem þú vilt láta skera út. Fyrst þarftu að smella á Hlutur (Object) og svo Fylling og útlína (Fill and stroke). Þú smellir á þann flipa sem þú ætlar að vinna með. Byrjaðu á að smella á flipann merktan Fylling (fill) og slökktu á fyllingunni.

Næst velur þú flipann sem merktur er Litur útlínu (Stroke style) og kveikir á lit útlínunnar. Athugaðu að það á að nota RGB og undir því á rauði liturinn að fara upp í það mesta, sem er 255. Passaðu einnig að neðsta stikan (Alpha channel sem er merkt með A) sé stillt á 100. Þessi stika er notuð til að stilla hvort litur sé gegnsær eða ekki.

Að lokum smellir þú á flipann sem merktur er Stíll útlínu (Stroke style) og stillir línuþykktina á 0,02mm. Það getur verið misjafnt eftir tölvum hvort það á að skrifa töluna með punkti eða kommu. Ef þú skrifar 0,02 en talan breytist í 0.000 skaltu skipta á milli punkts og kommu.

Að stilla fyrir brennimerkingu (rasteringu)

Næst velur þú þau svæði sem á að brennimerkja. Undir flipanum sem merktur er Fylling (Fill) á að kveikja á fyllingunni. Undir flipanum sem merktur er Litur útlínu (Stroke style) á að slökkva á línunni með því að smella á x-ið.

Að vista skjal

Smelltu á Skrá (File) og Vista sem (Save as). Veldu *pdf undir Save as type. Það er einnig gott að vista skrána sem .svg (Inkscape skrá) því þá er auðvelt að opna þá skrá og gera breytingar ef eitthvað þarf að laga. Að lokum notar þú PDF skjalið til að laserskera og rastera í lasernum.

Jólakúla 3 - Unnin að hluta til í Canva

PNG mynd notuð sem sniðmát í Canva

Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan færð þú .png mynd sem þú getur notað sem grunn að jólakúlu. Eftir að þú smellir á hlekkinn færðu .png mynd upp á skjáinn. Hægrismelltu á myndina og vistaðu hana. Fyrstu skrefin eru svo unnin á vefsíðu Canva.com.

Sniðmát til að nota í Canva - jólakúla

Mynd hlaðið inn í Canva

Búðu til nýtt skjal (New template) í Canva. Smelltu á Upload og sæktu myndina af jólakúlunni. Smelltu á myndina til að hún birtist á vinnusvæðinu.

Unnið með texta í Canva

Smelltu á textatáknið á vinstri stikunni. Skrifaðu textann sem þú vilt hafa. Efst á skjánum getur þú breytt stærð textans og leturgerðinni.

Að nota myndir í Canva til að nota sem skraut

Smelltu á Elements á vinstri stikunni. Skrifaðu leitarorð og bættu orðinu Silhouette eða Black and white á eftir. Ef þú finnur skýra, óskyggða, svart/hvíta mynd mynd sem hentar getur þú smellt á hana og hún birtist á vinnusvæðinu. Ef þú finnur ekki mynd sem þér hentar skaltu fylgja næsta skrefi og finna mynd á netinu.

Að finna myndir á netinu til að nota sem skraut

Skrifaðu leitarorð og bættu orðinu Silhouette eða Black and white á eftir. Mikilvægt er að virða höfundarrétt annarra. Meðal annars er hægt að finna myndir sem höfundar gefa leyfi til að nota með því að leita að myndum með Creative commons leyfi: Smelltu á Myndir (Images). Veldu Verkfæri (Tools) og Notkunarréttur (Usage rights). Veldu svo Creative Commons leyfið

Hægrismelltu á myndina sem þú vilt nota og veldu Vista mynd sem (Save image as). Skráargerðirnar .jpg,.jpeg og .png henta vel í svona verkefni.

Mynd með snjókorni (eða öðru skrauti) bætt við

Hér er mynd af snjókorni sem var fundin á netinu, vistuð í tölvu og svo flutt inn í Canva með Upload files. Svo var smellt á myndina og hún birtist á vinnusvæðinu.

Mynd afrituð, límd og stækkuð eða minnkuð

Þegar smellt er á mynd birtist tákn (Duplicate) og þegar smellt er á það verður til afrit af myndinni. Þannig er auðveldlega hægt að búa til mörg afrit. Svo er hægt að stækka og minnka myndirnar með því að grípa í hornin og draga þau til.

Jólakúlan flutt út úr Canva

Þegar hönnunin er tilbúin er smellt á Share hnappinn efst til hægri og svo á Download.

Því næst er gerð skráarinnar valin. Hér er PNG valið en JPG virkar líka vel. Ef blaðsíðurnar í skjalinu eru fleiri en ein þarf að velja blaðsíðuna sem á að flytja út. Svo er smellt á Download.

Hönnunin flutt inn í Inkscape

Inkscape er opnað og nýtt skjal búið til. Svo er smellt á Skrá (File) og Flytja inn (Import). Myndin er valin og smellt á Opna (Open). Þá opnast lítill gluggi þar sem smellt er á OK.

Vektorteikning búin til

Nauðsynlegt er að láta Inkscape búa til vektorteikningu eftir myndinni, svo hægt sé að vinna með teikninguna á ýmsan hátt. Smelltu á Ferill (Path) og Línuteikna bitamynd (Trace bitmap). Veldu myndina með því að smella á myndina (þá sjást örvar í kringum hana). Smelltu svo á Virkja (Apply). Myndin hér fyrir neðan sýnir stillingarnar sem voru notaðar hér en það er hægt að auka eða minnka litmörk ef myndin kemur ekki nógu vel út. Vektorteikningin sem forritið bjó til liggur nú ofan á upphaflegu myndinni. Dragðu hana til hliðar.

Að eyða réttu myndinni

Smelltu á myndina og vektorteikninguna til skiptis. Þegar þú sérð að það stendur Mynd (Image) neðst á skjánum skaltu eyða þeirri mynd.

Stærð jólakúlu stillt í Inkscape

Þegar þú smellir á jólakúluna sérðu efst á stikunni að hún er tæplega 58mm breið og 70mm á hæð en þú getur stillt stærðina að þínum óskum. Með því að smella á litla lásinn sem er á milli talnanna haldast hlutföllin rétt ef þú breytir tölunum.

Vinnusvæði stillt utan um hönnunina

Til að nýta efnið vel er gott að stilla vinnusvæðið utan um hönnunina.

  • Hægrismelltu á skjáinn og veldu Eiginleikar skjals (Document properties).
  • Veldu myndina.
  • Smelltu á Aðlaga stærð að innihaldi (Resize to content).
  • Smelltu þrisvar á báða plúsana.

Að jafna og dreifa miðað við síðu

Smelltu á Hlutur (Object) og veldu svo Jafna og dreifa (Align and distribute). Veldu að jafna miðað við síðuna og miðjaðu svo bæði á x- og y-ás. Þá er hönnunin á miðri síðunni.

alt text

Skurðarlínur stilltar í Inkscape

Í þessu verkefni eru allar línur gerðar að skurðarlínum. Veldu alla jólakúluna. Smelltu á Hlutur (Object) og svo Fylling og útlína (Fill and stroke). Þú smellir á þann flipa sem þú ætlar að vinna með. Byrjaðu á að smella á flipann merktan Fylling (fill) og slökktu á fyllingunni.

Næst velur þú flipann sem merktur er Litur útlínu (Stroke style) og kveikir á lit útlínunnar. Athugaðu að það á að nota RGB og undir því á rauði liturinn að fara upp í það mesta, sem er 255. Passaðu einnig að neðsta stikan (Alpha channel sem er merkt með A) sé stillt á 100. Þessi stika er notuð til að stilla hvort litur sé gegnsær eða ekki.

Að lokum smellir þú á flipann sem merktur er Stíll útlínu (Stroke style) og stillir línuþykktina á 0,02mm. Það getur verið misjafnt eftir tölvum hvort það á að skrifa töluna með punkti eða kommu. Ef þú skrifar 0,02 en talan breytist í 0.000 skaltu skipta á milli punkts og kommu.

Að vista skjal

Smelltu á Skrá (File) og Vista sem (Save as). Veldu *pdf undir Save as type. Það er einnig gott að vista skrána sem .svg (Inkscape skrá) því þá er auðvelt að opna þá skrá og gera breytingar ef eitthvað þarf að laga. Að lokum notar þú PDF skjalið til að laserskera og rastera í lasernum.

Jólakúla 4 - Unnin frá grunni!

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M..........

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M

Hér er ekkert sniðmát notað heldur býrð þú kúluna til frá grunni

M

Vinnusvæði stillt utan um hönnunina

Til að nýta efnið vel er gott að stilla vinnusvæðið utan um hönnunina.

  • Hægrismelltu á skjáinn og veldu Eiginleikar skjals (Document properties).
  • Veldu myndina.
  • Smelltu á Aðlaga stærð að innihaldi (Resize to content).
  • Smelltu þrisvar á báða plúsana.

Að jafna og dreifa miðað við síðu

Smelltu á Hlutur (Object) og veldu svo Jafna og dreifa (Align and distribute). Veldu að jafna miðað við síðuna og miðjaðu svo bæði á x- og y-ás. Þá er hönnunin á miðri síðunni.

alt text

Skurðarlínur stilltar í Inkscape

Í þessu verkefni eru allar línur gerðar að skurðarlínum. Veldu alla jólakúluna. Smelltu á Hlutur (Object) og svo Fylling og útlína (Fill and stroke). Þú smellir á þann flipa sem þú ætlar að vinna með. Byrjaðu á að smella á flipann merktan Fylling (fill) og slökktu á fyllingunni.

Næst velur þú flipann sem merktur er Litur útlínu (Stroke style) og kveikir á lit útlínunnar. Athugaðu að það á að nota RGB og undir því á rauði liturinn að fara upp í það mesta, sem er 255. Passaðu einnig að neðsta stikan (Alpha channel sem er merkt með A) sé stillt á 100. Þessi stika er notuð til að stilla hvort litur sé gegnsær eða ekki.

Að lokum smellir þú á flipann sem merktur er Stíll útlínu (Stroke style) og stillir línuþykktina á 0,02mm. Það getur verið misjafnt eftir tölvum hvort það á að skrifa töluna með punkti eða kommu. Ef þú skrifar 0,02 en talan breytist í 0.000 skaltu skipta á milli punkts og kommu.

Að vista skjal

Smelltu á Skrá (File) og Vista sem (Save as). Veldu *pdf undir Save as type. Það er einnig gott að vista skrána sem .svg (Inkscape skrá) því þá er auðvelt að opna þá skrá og gera breytingar ef eitthvað þarf að laga. Að lokum notar þú PDF skjalið til að laserskera og rastera í lasernum.

Þrívíddarhönnun og þrívíddarprentun

Ýmis hugtök útskýrð

Algengar aðgerðir í þrívíddarhönnun útskýrðar

Smellið hér til að horfa á myndband sem útskýrir ýmsar aðgerðir sem notaðar eru þegar verið er að hanna hluti í 3D.

Tinkercad

Leiðbeiningar um þrívíddarprentun og hönnun þrívíðra hluta

Smellið hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig hægt er að hanna þrívíða hluti og prenta þá út. Höfundur: Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir.

Kennslumyndbönd um gerð þrívíðra hluta

Smellið hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig hægt er að hanna þrívíða hluti. Höfundur: Andri Sæmundsson.

Kennslumyndbönd um þrívíddarhönnun í Tinkercad

Á vefsíðu Fab Lab Ísland er að finna kennslumyndbönd um þrívíddarhönnun í Tinkercad. Smellið hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig hægt er að hanna þrívíða hluti í Tinkercad forritinu. Höfundur: Vilhjálmur Magnússon.

SketchUp

Kennslumyndbönd um þrívíddarhönnun í SketchUp

Á vefsíðu Fab Lab Ísland er að finna kennslumyndbönd um þrívíddarhönnun í SketchUp. Smellið hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig hægt er að hanna þrívíða hluti í SketchUp forritinu. Höfundur: Vilhjálmur Magnússon.

Fusion 360

Kennslumyndbönd um þrívíddarhönnun í Fusion 360

Á vefsíðu Fab Lab Ísland er að finna kennslumyndbönd um þrívíddarhönnun í Fusion 360. Smellið hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig hægt er að hanna þrívíða hluti í Fusion 360 forritinu. Höfundur: Vilhjálmur Magnússon.

Slicer for Fusion 360

Kennslumyndband um notkun Slicer for Fusion 360

Á vefsíðu Fab Lab Ísland er að finna kennslumyndbönd um hvernig hægt sé að umbreyta þrívíddarskrám þannig að módel sé sneitt niður. Smellið hér til að skoða leiðbeiningar um hvernig hægt er að umbreyta þrívíðum hlut í sneiðar í Slicer for Fusion 360 forritinu. Höfundur: Vilhjálmur Magnússon.